Þykknar upp síðdegis

Yfirlit: Yfir A-Grænlandi er 1026 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til suðurs fyrir vestan land, en 1003 mb lægðasvæði er yfir Skandinavíu.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hægviðri víðast hvar og léttskýjað sunnan- og vestanlands, en hætt við þokulofti við sjóinn norðan- og austantil. Vestlæg eða breytileg átt á morgun og víða bjart veður, en þykknar upp vestanlands síðdegis. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast til landsins.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Hægviðri og léttskýjað, en snýst í vestlæga átt á morgun. Þykknar upp síðdegis og sums staðar þoka við ströndina undir kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum.