Þýsk kona með hass í Leifsstöð

Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er áætlað götuverðmæti eins kílós af hassi um 2,5 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á Netinu frá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli hefur fjöldi fíkniefnamála sem komið hafa til kasta tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári aldrei verið meiri, eða alls 60 mál. Allt árið í fyrra voru þau 41. Áberandi er hversu margir erlendir ríkisborgarar tengjast þessum málum. Á þessu tæplega tveggja ára tímabili hefur 21 erlendur ríkisborgari verið stöðvaður með fíkniefni. Flestir þeirra hafa verið danskir, eða 10 talsins, þrír Þjóðverjar, tveir Bretar og sex frá öðrum ríkum.