Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 11:17
Tíðindalaust hjá lögreglu í nótt

Tíðindalaust var hjá lögreglunni í Keflavík í gærkvöldi og nótt að sögn Pálma Aðalbergssonar, varðstjóra.Lögreglumenn höfðu þó í nógu að snúast við íþróttahúsið í Grindavík í gærkvöldi því á meðan áhorfendur skemmtu sér á leiknum voru laganna verðir að skrifa sektarmiða á bíla á stæði við íþróttahúsið. Vænar tekjur í ríkiskassann þar!