Fréttir

Tíðindalaust hjá lögreglunni
Föstudagur 21. júní 2002 kl. 12:58

Tíðindalaust hjá lögreglunni

Lögreglan í Keflavík hefur síðustu daga haft höndur í hári fjölmargra ökumanna sem ekki hafa virt umferðarreglur og ekið of hratt, verið án öryggisbelta eða framið stöðvunarskyldubrot. Svo virðist sem ökumenn hafi látið segjast, því tíðindalaust var hjá lögreglunni í Keflavík eftir næturvaktina.Einnig var rólegt á vaktinni í morgun, að sögn Sigurðar Bergmann varðstjóra.