Fimmtudagur 21. nóvember 2002 kl. 20:50
Tíðindalaust hjá lögreglunni

Engar fréttir eru góðar fréttir segir lögreglan og sú var staðan þegar dagbók lögreglunnar í Keflavík var skoðuð eftir daginn í dag. Ekkert fréttnæmt gerðist á vaktinni sem hófst sjö í morgun og lauk tólf tímum síðar. Að sögn Guðmundar Sæmundssonar hjá lögreglunni hefur kvöldið einnig farið rólega af stað.