Fréttir

Tilgangslaus skemmdarverk í Sandgerði
Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 21:39

Tilgangslaus skemmdarverk í Sandgerði

Skemmdarverk voru unnin á ljóskerjum utan við hárgreiðslu- og snyrtistofuna Spes í Sandgerði á föstudagskvöld. Tilkynnt var um verknaðinn á milli tíu og hálf ellefu um kvöldið.
 
Að sögn Svandísar Georgsdóttur, eiganda stofunnar, var nýbúið að setja upp ljósin þegar skemmdarvargarnir létu til skarar skríða. „Það er greinilegt að viðkomandi hefur þurft að hafa mikið fyrir þessu því að hann eða þeir brutu ekki bara glerið heldur járnið líka.“

Ekki er vitað hver var að verki, en þeim sem geta veitt upplýsingar er bent á að láta lögregluna vita í síma 420-2450.