Fréttir

Tilkynnt um lausan hund
Laugardagur 4. febrúar 2006 kl. 14:28

Tilkynnt um lausan hund

Verkefni lögreglunnar eru margvísleg. Fram að miðnætti í gær var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 117 kom þar sem hámarkshraði er 90 km. Eiganda einnar bifreiðar var boðaður með hana til skoðunar þar sem hann hafði ekki sinnti því að mæta með hana til aðalskoðunar á réttum tíma.

Fleiri verkefni komu inn á borð lögreglunnar svo sem tilkynning um lausan hund en lausaganga þeirra er bönnuð.

Eitt ölvunarútkall kom til kasta lögreglunnar.