Fréttir

Tölvulistinn opnar með pompi og prakt
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 10:17

Tölvulistinn opnar með pompi og prakt

Tölvulistinn opnaði stórglæsilega verslun að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ í gær. Tölvulistinn bauð upp á léttar veitingar og var Árni Sigfússon, bæjarstjóri á meðal góðra gesta.

Ásgeir G. Bjarnason, forstjóri Tölvulistans taldi Reykjanesbæ vera tilvalinn stað til að opna tölvuverslun, „Við teljum að hér sé vöntun og uppgangurinn í Reykjanesbæ er mikill og Árni Sigfússon hefur lyft bænum upp," Ásgeir segir að Tölvulistinn beiti sér fyrir lágu verði og miklu úrvali á tölvum og tölvubúnaði ásamt því að vera með öfluga menn á gólfinu til að þjónusta viðskiptavini.

VF-Myndir/Bjarni - Efri: Tölvulistamenn, Bjarni Sigurðsson, Ásgeir Bjarnason og Hafþór Helgason.  Neðri: Árni Sigfússon að skoða tilboð Tölvulistans ásamt Ásgeiri