Tómas seldi vel í Grimsby
Enn halda bátarnir hjá Þorbirni í Grindavík að selja á fiskmörkuðum í Grimsby. Fjórðu vikuna í röð seldi bátur frá fyrirtækinu og að þessu sinni fékkst hæsta verðið til þessa.
Tómas Þorvaldsson GK 10, seldi í Grimsby í gær og í dag. Alls voru seld 77 tonn og var meðalverðið 254 kr. Heildaraflaverðmæti varð því rétt tæpar 20 milljónir króna.
Sturla GK 12 hefur verið að fiska að undanförnu og leggur af stað til Grimsby á morgun og selur næsta mánudag.
www.grindavik.is greinir frá.