Tvær bílveltur

Bíl var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut til móts við Stapann í gærkvöld. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Ljósastaurinn brotnaði við höggið og bíllinn er mikið skemmdur. Slysið var við þrenginguna á veginum og rétt að brýna fyrir vegfarendum að gæta að sér á þessum vegarkafla.
Þá valt bíll á Grindavíkurvegi snemma í morgun. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur en hann var einn í bílnum.