Sunnudagur 26. ágúst 2007 kl. 11:16
Tvær líkamsárásir í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt. Tvær grófar líkamsárásir áttu sér stað. Ein í Sandgerði og hin á Hafnargötunni í Reykjanesbæ. Gerendur voru handteknir og árásarþolar fóru á sjúkrahús. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Hafnargötunni.