Fréttir

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur
Frá vettvangi slyssins nú í hádeginu.
Þriðjudagur 9. júní 2020 kl. 14:14

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur stórra ökurækja á Reykjanesbraut við Innri Njarðvík í hádeginu.

Fiskflutningabíl var ekið aftan á vegmerkingarbíl við mislæg gatnamót við Innri Njarðvík. Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir með sjúkrabílum frá Brunavörnum Suðurnesja undir lænkishendur. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu alvarleg meisl urðu.

Fiskflutningabíllinn er mikið skemmdur og einnig búnaður á vegmerkinarbílnum en höggið hefur verið mikið eins og sjá má á myndum frá vettvangi.

Reykjanesbraut hefur verið lokuð á kafla vegna slyssins en umferð beint um hjáleið.