Tveir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna
Tveir ökumenn voru stöðvaðir um miðnætti af lögreglunni á Suðurnesjum vegna gruns um akstur undir áhrifum eiturlyfja. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.
Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg að sögn lögreglunnar.