Tveir risar hvílast á Keflavíkurflugvelli
Flugvélar af öllum stærðum og gerðum hafa reglulega viðkomu á Keflavíkurflugvelli, en hins vegar dró til tíðinda í nótt.
Þá lentu tvær risavaxnar Antonov 124 flutningavélar á leið milli Kanada og Rússlands, en þó vélar af þessari gerð millilendi hér reglulega hafa þær aldrei verið tvær í einu.
Vélarnar dvelja hér um hríð þar sem áhöfnin hvílist og vélarnar fylltar af eldsneyti, og er gert ráð fyrir að þær verði farnar í kvöld.
Hámarksþyngd vélanna er 405 tonn og vænghaf er 73 metrar, en til samanburðar má geta þess að Airbus 380, stærsta farþegavél veraldar, er 560 tonn og hefur 80 metra vænghaf.
Vf-mynd:Þorgils - Vélarnar á hlaðinu við stóra flugskýlið (855)