Tveir teknir á ofsahraða

Sá sem hraðar fór var tekinn á 168km/klst á Strandarheiði skömmu eftir miðnætti. Viðkomandi var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Í morgunsárið var svo ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.