Laugardagur 21. apríl 2007 kl. 10:40
Tvö fíkniefnamál á Suðurnesjum í nótt

Þrír aðilar voru handteknir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt, grunaðir um fíkniefnamisferli, en þeir voru handteknir í tveimur aðskildum málum. Lítilræði af hassi fannst við leit á þessum aðilum. Einn af þessum aðilum var einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þessir aðilar voru frjálsir ferða sinna eftir skýrslutöku.
Þá var einn ökumaður kærður í morgunsárið fyrir meintan akstur undur áhrifum ólöglegra fíkniefna. Sá var stöðvaður við akstur í Reykjanesbæ.