Mánudagur 12. janúar 2004 kl. 13:19
Tvö slys á sama stað á Reykjanesbraut

Rétt fyrir kvöldmat á laugardag var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni slapp ómeiddur en bifreiðin fjarlægð með dráttarbifreið. Á sama tíma varð aftanákeyrsla á vettvangi en engin slys á fólki. Myndin er frá slysstað á laugardagskvöldið.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson