Fréttir

Tvö ung börn laus í bíl
Mánudagur 11. júní 2012 kl. 13:33

Tvö ung börn laus í bíl


 
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för bifreiðar í Sandgerði, þar sem barn var laust í aftursæti hennar. Þegar lögreglumaður fór að ræða við ökumanninn, konu á sextugsaldri, sá hann að annað lítið barn var laust í framsæti bílsins. Var það ekki í bílstól og svo lítið að það  náði ekki upp fyrir mælaborð bifreiðarinnar. Vettvangsskýrsla var gerð um atvikið. Lögregla hvetur foreldra og forráðamenn barna til þess að tryggja öryggi þeirra í bifreið með lögboðnum hætti áður en lagt er af stað.