Sunnudagur 18. nóvember 2001 kl. 12:45
Týndir Varnarliðsmenn komnir í leitirnar

Fjórtán landgönguliðar fá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli týndust um fimmleytið í gær í Tindfjöllum sunnan af Tindfjallajökli. Þar voru þeir við æfingar með íslenskum leiðsögumönnum en urðu viðskila við þá. Þeir voru ekki með fjarskiptatæki. Hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannanna í morgun og fundu þá heila á húfi skömmu fyrir hádegi.
Mennirnir komu síðan til sín heima á Keflavíkurflugvelli um miðjan daginn í dag.