Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Fréttir

Um 300 íbúðir í tíu fjölbýlishúsum við ströndina og Keflavíkurhöfn
Séð yfir Víkurbraut og Hafnargötu í Keflavík þar sem sjö stór fjölbýlishús munu rísa á næstunni. Bygging þess fyrsta er hafin eins og sjá má lengst til hægri á myndinni. VF-mynd/hilmarbragi.
Laugardagur 9. desember 2017 kl. 10:46

Um 300 íbúðir í tíu fjölbýlishúsum við ströndina og Keflavíkurhöfn

Það er óhætt að segja að það sé að færast fjör í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ. Miðað við áætlanir byggingaverktaka er ekki ólíklegt að um þrjúhundruð íbúðir komi á markaðinn á næstu 2-3 árum og ljóst að sú tala mun hækka á næstu þremur til tíu árum.

Um er að ræða að minnsta kosti tíu stór fjölbýlishús í Keflavík sem öll eru staðsett við ströndina, þar af sjö við Keflavíkurhöfn. Þá eru byggingar hafnar á íbúðum í Hlíðahverfi í Keflavík en það mun teygja sig yfir til Njarðvíkur á næstu árum. Í því hverfi er leyfi fyrir byggingu nærri 500 íbúða sem BYGG áætlar að byggja á næsta áratug. Áttatíu og fimm eru áætlaðar í fyrsta áfanga og fara íbúðir þar á sölumarkað í byrjun sumars á næsta ári. Þá eru einnig í smíðum fjöldi íbúða í Innri Njarðvík sem munu koma á markaðinn innan skamms. Það er því ekki fjarri lagi að segja að nærri eitt þúsund íbúðir verði byggðar, gangi þessar fyrirætlanir eftir, á næstu árum og áratug.

Viðreisn
Viðreisn

„Það er mikil fjölgun í bæjarfélaginu og verður áfram. Þetta eru viðbrögð við því þar sem húsnæði er af skornum skammti í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar.

Í Víkurfréttum í síðustu viku var auglýst „óveruleg“ breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Í þeirri auglýsingu er greint frá breytingum sem fela í sér byggingu fjölbýlishúsa við Framnesveg og Básveg annars vegar og við Víkurbraut og Hafnargötu hins vegar. Við Framnesveg mun húsnæði Sundlaugar Keflavíkur verða rifið og á því svæði munu þrjú fimm hæða fjölbýlishús rísa. Við Víkurbraut verður gömul saltgeymsla rifinn og þar byggð þrjú fimm hæða hús sem verða við Hafnargötu 81 til 85. Þá mun fyrirtækið Mannverk kynna á næstunni byggingu þriggja stórra fjölbýlishúsa við Pósthússtræti 5 til 9. Framkvæmdir á þeirri lóð eru hafnar. Húsagerðin er einnig í startholunum með byggingu annars fjölbýlishúss við Víkurbraut en það byggði fyrra húsið fyrir nærri áratug.

Verktakafyrirtækið Húsanes auglýsti sextán lúxusíbúðir í Innri-Njarðvík nýlega og voru viðbrögð mjög góð að sögn forsvarsmanns fyrirtækisins. Húsanes er aðili að sex fjölbýlishúsum sem eru í auglýsingunni sem birt var í síðustu viku.

Séð yfir Hlíðahverfi í Reykjanesbæ í byrjun desember.