Fréttir

Unglingar safnast saman
Sunnudagur 10. júlí 2005 kl. 12:51

Unglingar safnast saman

Laust eftir miðnætti á föstudagskvöld var tilkynnt um að unglingar hafi safnast saman á tveimur stöðum í Keflavík og einhver slagsmál væru í gangi.  Lögreglan í Keflavík fór á staðinn en ekkert athugavert var að sjá.

Um klukkan 02:00 sama kvöld var tilkynnt að brotist hafi verið inn í bifreið í Keflavík og aðili farið burt af staðnum með eitthvað þýfi.  Sá er tilkynnti gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu og er unnið að rannsókn.

Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar.

Þá vöru höfð afskipti af nokkrum ölvuðum einstaklingum í fyrrinótt og fékk einn að gista fangageymslu lögreglunnar.