Úrkomulítið í dag

Á Grænlandshafi er 975 mb lægð, sem þokast norður og grynnist, en við Írland er vaxandi 981 mb lægð, sem hreyfist norðvestur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg suðlæg átt og skýjað en úrkomulítið í dag. Austan og norðaustan 8-15 m/s á morgun og rigning sunnan- og austan-lands. Hiti 3 til 10 stig, en í kringum frostmark norðantil í nótt og á morgun.