Utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi

Þrátt fyrir slóðalokanir og skilti sem banna fólki að ferðast utanvega mátti í vikunni sjá hrikalega umgengni í Stóra Hamradal, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Reykjanesfólkvangur hefur ráðið í fullt starf Landvörð í sumar sem mun sinna ýmsum verkefnum er miða að bættri umgengi og aðstöðu fyrir ferðamenn. Ábendingum um slæma umgengni og skemdarverk má koma í síma 6993706 og 8511947 hjá Soffíu Helgu Valsdóttur, Landverði.