Útsýni yfir allan bæinn

Það er ekki dónalegt útsýnið sem starfsfólk í nýja háhýsinu við Samkaup í Reykjanesbæ mun hafa. Húsið er fimm hæðir og þar er útsýnið glæsilegt til allra átta. Meðfylgjandi mynd var tekin yfir Keflavík af efstu hæð hússins. Sparisjóðurinn og bæjarskrifstofurnar í forgrunninn og í baksýn má sjá hvar álverið er byrjað að rísa úr jörð í Helguvík.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson