Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 09:05
Vægt næturfrost

Klukkan 6 í morgun var austan 3-10 m/s á landinu, mesta veðurhæð suðaustanlands. Slydda var á stöku stað með suður- og austurströndinni en víða léttskýjað vestanlands. Hiti var mestur 2 stig syðst en annars frost á bilinu 0 til 6 stig á láglendi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-5 m/s. Bjartviðri en dálítil slydda sunnantil í kvöld. Hiti 1 til 5 stig að deginum, en víða vægt frost í nótt.