Fréttir

Væta í kortunum
Þriðjudagur 8. apríl 2008 kl. 08:54

Væta í kortunum

Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og skúrir í fyrstu, en léttir síðan til. Hvessir með rigningu eða slyddu í kvöld. Norðaustan 13-18 og skúrir morgun. Hiti 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustan 8-15 m/s og ofankoma norðan- og austanlands, en bjart suðvestantil. Víða vægt frost, en frostlaust við sjávarsíðuna.

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt og úrkoma í öllum landshlutum. Hiti breytist lítið.


Af www.vedur.is