Valt við Grindavíkurveg
– Hálka og slabb á Grindavíkurvegi
Bílvelta varð fyrir stundu á Grindavíkurvegi nærri gatnamótum Reykjanesbrautar. Tilkynnt var að ökumaður og farþegar væru fastir í bílnum.
Sjúkrabílar og tækjabílar frá slökkviliðum Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliði Grindavíkur fóru á staðinn ásamt lögreglu.
Meiðsl urðu ekki alvarleg á fólki og bifreiðin var fjarlægð með dráttarbíl.

