Varað við hálku á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum varar við talsverðri hálku á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hún hvetur ökumenn til að aka með fyllstu gát, einkum þá sem eru eru á bílum með sumardekkjum. Þá er hálka víða á höfuðborgarsvæðinu.