Mánudagur 2. september 2002 kl. 09:34
Varnarliðið veldur umferðarteppu

Mikil umferðarteppa var í morgun við aðalhlið Keflavíkurflugvallar í kjölfar þess að Grænáshliðið var lokað vegna frídags hjá Varnarliðsmönnum. Bílalest náði um tíma langt út á Reykjanesbrautina, en ástand sem þetta getur skapað hættu í umferðinni . Árekstrar hafa áður orðið þegar þetta ástand hefur skapast, en slysalaust var í morgun.Ekki tókst að manna Grænáshliðið í morgun vegna skorts á starfsfólki að hálfu Varnarliðsins. Því var brugðið á það ráð að loka veginum upp að hliðinu með lögreglubíl og beina allri umferð um Aðalhlið. Það varð hins vegar til þess að fjölmargir komu of seint til vinnu sinnar á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Myndin: Lögreglubíll lokaði Grænáshliðinu snemma í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi