Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 09:40
Veitti sér áverka með hnífum

Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Njarðvík í nótt þar sem ölvaður, alblóðugur maður var handtekinn í íbúð sinni . Maðurinn, sem var með marga skurði á vinstri handlegg, var fluttur á HSS þar sem sauma þurfti 32 spor í handlegg hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu. Í dagbók lögreglu segir að í íbúðinni hafi fundist tveir blóðugir hnífar og bendi allt til þess að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana.