Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 08:38
Veittust að lögreglu

Lögregla var kölluð að skemmtistað í Reykjanesbæ rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Óskað var eftir aðstoð vegna slagsmála. Er lögreglumenn komu á staðinn veittust að þeim tveir ölvaðir og æstir menn og sparkaði annar þeirra í handarbak lögreglumanns svo að það bólgnaði. Mennirnir gista nú fangageymslu lögreglunnar í Keflavík og verða teknar af þeim skýrslur vegna málsins í dag.