vel viðrar til 1. maí hátíðarhalda

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestlæg átt, víða 5-13 m/s, en hvassari á annesjum norðaustantil. Slydda eða rigning norðanlands og stöku skúrir vestran- og austantil, en léttskýjað víða um sunnanvert landið. Léttir til vestanlands í dag. Hiti 0 til 5 stig, en 5 til 10 sunnantil að deginum. Norðan 10-15 víða um land á morgun og él eða skúrir norðan- og austantil, annars bjartviðri. Hiti í kringum frostmark um landið norðanvert, en 2 til 8 stiga hiti syðra.