Miðvikudagur 1. febrúar 2006 kl. 11:40
Veltu bílnum en fóru samt á sjóinn

Lögreglu barst, um kl. 18 í gær, tilkynningu um að bifreið hafi farið eina veltu á Grindavíkurvegi um kl. 04:45 nóttina áður. Aðilarnir tveir sem voru í bílnum voru á leið á sjóinn héldu för sinni áfram á bifreiðinni sem skemmdist þó nokkuð og héldu til hafs. Þeir kenndu til lítilsháttar meiðsla en þökkuðu bílbeltunum að ekki fór verr.
Myndin er úr safni Víkurfrétta og tengist fréttinni ekki