Vetur í bæ: Dekkjavertíðin skollin á

Strax í morgun mættu margir á verkstæðin en ásóknin dvínaði nokkuð eftir að hlýnaði í veðri um miðjan dag. Svo reið yfir snjóbylur sem varð þess valdandi að bíleigendur tóku enn við sér.
„Fólk er alltaf að slá þessu á frest og heldur að veðrið skáni, “ sagði starfsmaður á Hjólbarðaþjónustu Gunna Gunn í Reykjanesbæ þegar Víkurfréttir spurðu frétta.
„Svona hefur þetta verið í mörg ár, en í gamla daga komu allir og skiptu strax yfir þegar fyrsti snjórinn kom.“

Vinnuvélar frá bænum hafa verið á ferðinni við að hreinsa snjó af vegum í dag, en veðrið á Höfuðborgarsvæðinu er mun verra þessa stundina þar sem er blindbylur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur nokkuð verið um óhöpp á vegum sem má rekja til færðar en engin alvarleg slys hafa orðið á fólki
VF-myndir: Hilmar Bragi og Páll Ketilsson. 1: Snjóplógur að störfum. 2. Mikið gekk á hjá Sólningarmönnum í dag