Fréttir

Veturinn er kominn
Mánudagur 29. október 2007 kl. 09:28

Veturinn er kominn

Veturinn lét ekki bíða eftir sér í þetta skiptið heldur var mættur strax fyrsta vetrardag. Það verður norðlæg eða breytileg átt við Faxaflóann í dag, 3-8 m/s og dálítil él, en léttir til síðdegis. Hiti í kringum frostmark að deginum, annars 0 til 7 stiga frost. Austan 10-15 á morgun, slydda eða snjókoma og síðar rigning. Hlýnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan átt, 10-18 m/s og snjókoma eða él, en léttir til sunnan- og vestantil síðdegis. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig síðdegis.

Á fimmtudag:
Gengur í vaxandi austan átt með slyddu sunnantil á landinu og hlánar, en þurrt og bjart um landið norðanvert og frost 3 til 10 stig.
??
Á föstudag:

Norðanátt og él, en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Áfram svalt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Lítur út fyrir suðvestlæga átt, með vætu og hlýnandi veðri.