Víða él eða slydduél í nótt

Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 981 mb lægð sem þokast austur, en við Langanes er lægð í myndun sem mun hreyfast norður.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, 3-8 m/s, en hvassari við austurströndina í fyrstu. Rigning en úrkomulítið norðaustanlands. Vaxandi norðaustanátt með slyddu á Vestfjörðum, norðan 10-15 undir kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 og víða él eða slydduél í nótt. Norðvestan 5-15 á morgun, hvassast norðaustantil. Él norðanlands en annars léttskýjað. Hiti 3 til 10 stig, en frystir víða norðan- og vestanlands í kvöld.