Video: Eldur í Reykjanesvirkjun
Eldur kom upp í Reykjanesvirkjun um hádegisbil í dag. Um var að ræða minniháttar atvik en starfsmenn virkjunarinnar voru með stjórn á ástandinu þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á vettvang með tankbíl og körfubíl.
Verkamenn voru við rafsuðu rétt hjá vegg sem var ekki fullfrágenginn og er talið að neisti hafi læst sig í plastdúk sem var undir klæðningunni og fór eldur í trébita í veggnum.
Starfsmenn brugðust rétt við og komu vatni inn í vegginn og urðu skemmdir því litlar. Ekki er talið að þetta atvik muni tefja framkvæmdir við virkjunina að nokkru leyti.
Hér má sjá sjónvarpsfrétt um málið