Viðskiptaráðherra: Gullgrafaraæði í orkumálum

„Samruni þessara orkufyrirtæka er í sjálfu að ég held sér hið besta mál; að það sé eitt öflugt fyrirtæki sem á að fara með þessa útrás í orkumálum, sem ég held að eigi eftir að skila okkur íslendingum gífurlega miklum verðmætum að því að hér er náttúrulega til staðar, tækni- og verkþekking sem á sér enga líka. Það þar hins vegar að standa þannig að málum að við töpum ekki orkulindunum og hinu félagslega eignarhaldi á almannaveitunum í þessu gullgrafaraæði sem ríkir núna í þessum málum,“ sagði viðskiptaráðherra.
Björgin segir að nýjustu atburðir sýni að fyrst og fremst löggjöf skorti í þessum málum. Tryggja þurfi með lagasetningum að sveitarfélögin megi ekki selja frá sér meirihlutann í almannaveitunum og geti ekki komið yfirráðum yfir orkulindunum sjálfum í hendur á einkaðilum.
Sjá nánar í Vef TV Víkurfrétta hér á vefnum.