Vilja ekki Ölla Krók
Erindi með boði um forkaupsrétt Suðurnesjabæjar á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211, sem selst án aflaheimilda og án aflamarks, var tekið fyrir í bæjarráði Suðurnesjabæjar á dögunum. Þar var samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Ölla Krók GK 211.