Fimmtudagur 18. janúar 2007 kl. 09:10
Vistaður í fangageymslu sökum ölvunar

Einn aðili var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar laust fyrir kl. 15 í gær en sá hafði komið til landsins ósjálfbjarga sökum ölvunar. Hann var vistaður í fangageymslu og verður látinn laus þegar áfengisvíman verður runnin af honum.