„Vogar færast enn í vöxt“

Byggð verða þrjú fjölbýlishús við Heiðargerði (þegar er byrjað á tveimur þeirra) og blönduð byggð verður við Heiðardal, Miðdal og Lyngdal. Þar munu rísa einbýlishús, parhús og raðhús. Einstaklingar munu einnig byggja á svæðinu en hreppsnefnd hefur heimild til að úthluta 16 lóðum til einstaklinga (þegar hefur 12 þeirra verið úthlutað).
Uppbyggingin verður frekar hröð, tvö fjölbýlishúsanna verða tilbúin næsta haust. Á vormánuðum verður hafist handa í „Dalahverfinu“ og byrjað á raðhúsum við Heiðardal.
Í samningnum er einnig gert ráð fyrir að Trésmiðja Snorra gangi frá svæðunum í heild sinni með göngustígum og leiksvæðum.
Af vogar.is