Von á votviðri
Á Garðskagavita voru A11 og 3.1 stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 voru norðaustan 3-10 m/s og þokuloft eða súld á norðanverðu landinu, en hægviðri og léttskýjað sunnanlands. Svalast var 3ja stiga frost á Húsafelli, en hlýjast 4ra stiga hiti á Stórhöfða.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægt vaxandi austanátt, 13-18 m/s og rigning um hádegi, en suðaustan 8-13 og skúrir undir kvöld. Breytileg átt, 3-8 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi austanátt og þykknar upp, 10-18 m/s og rigning sunnanlands um hádegi, en hægara og þurrt á Norðurlandi til kvölds. Snýst í sunnan 5-13 með skúrum sunnanlands í kvöld. Norðaustan 13-18 og snjókoma norðvestanlands á morgun, en annars sunnan og suðvestan 8-15 og skúrir eða él. Hiti 0 til 8 stig, svalast í innsveitum.
Vf-mynd/Þorgils: Regnbogi yfir Reykjanesbæ í gær