Vox Felix áfram í Ísland Got Talent
Sönghópurinn Vox Felix heillaði dómara Iceland Got Talent með söng sínum og komst áfram í þættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld.
Vox Felix hópurinn er skipaður ungu fólki af Suðurnesjum og er samstarfsverkefni kirkna á svæðinu. Arnór B. Vilbergsson er stjórnandi sönghópsins.