Palóma
Palóma

Fréttir

WOW fækki í flotanum um átta þotur
Vélar WOW air eru í dag 20 talsins en verða 12 ef hugmyndin kemur til framkvæmdar.
Föstudagur 23. nóvember 2018 kl. 17:57

WOW fækki í flotanum um átta þotur

Verulega verður fækkað í flugflota WOW air en félagið mun þurfa að leggja átta af tuttugu þotum félagsins. Þetta mun vera hluti af breytingum sem þarf að gera vegna kaupa Icelandair Group á öllu hlutafé í WOW air, segja heimildir Víkurfrétta.
 
Það liggur fyrir að WOW air og Icelandair eru með marga sömu áfangastaði bæði austan hafs og vestan og þar eru möguleikar á samnýtingu leiðakerfis.
 
Ekki er vitað hvaða áhrif fækkun í flugflotanum muni hafa á Keflavíkurflugvelli. Fækkun í flota WOW air um þriðjung mun því án efa hafa áhrif á fyrirtæki sem annast margvíslega þjónustu við vélarnar.
 
Ekki hefur náðst í forsvarsmenn WOW air í dag vegna málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024