Yfir 20 kærðir fyrir hraðakstur á þremur dögum
Yfir tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum frá því á mánudag. Lögreglan í Keflavík hefur haft í nógu að snúast við hraðamælingar síðustu daga. Ökumennirnir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og Sandgerðisvegi. Sá sem hraðast ók var á 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.