Laugardagur 16. febrúar 2002 kl. 11:44
Ýsan 11 ára og verður stoppuð upp

Ýsan sem Farsæll GK 162 kom með til hafnar í vikunni og vó 12 kíló reyndist vera ellefu ára gömul að sögn Gunnars Jónssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun Íslands. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.Ýsan var 106 sm en þetta er ein stærsta ýsa sem hefur veiðst hér við land svo vitað sé. Að sögn Gunnars vógu hrognin í ýsunni 800 grömm. Hafrannsóknastofnun fékk ýsuna til skoðunar eftir að Farsæll kom með hana í land en nú hafa skipverjar Farsæls fengið hana aftur því til stendur að stoppa hana upp.