Íþróttir

2. deildin: Reynir með stórsigur í fyrsta leik
Sunnudagur 14. maí 2006 kl. 18:46

2. deildin: Reynir með stórsigur í fyrsta leik

Reynir vann góðan sigur á Aftureldingu í fyrstu umferð annarar deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur voru 3-0, en mörk þeirra skoruðu þeir Adolf Sveinsson, Ólafur Ívar Jónsson og Hafsteinn Friðriksson.

Þess má einnig geta að Reynismenn komust upp úr fyrstu umferð Bikarkepopni KSÍ fyrir helgi þegar þeir lögðu utandeildarliðið Tunglið. Sumarið fer því vel af stað hjá Sandgerðingum.

Njarðvíkingar gerðu 2-2 jafntefli gegn ÍR, einnig í 2. deild, þar sem Aron Smárason og Rafn Markús Vilbergsson skoruðu mörkin.

Heimild: www.fotbolti.net

VF-mynd/HBB: Adolf Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins