Íþróttir

30 stiga sigur Grindavíkur
Mánudagur 2. febrúar 2009 kl. 09:31

30 stiga sigur Grindavíkur

Grindavíkurstúlkur áttu ekki í nokkrum vandræðum með Fjölni þegar liðin mættust í Iceland Express deild kvenna í gær. Grindavíkurliðið hafði mikla yfirburði og sigraði með 30 stiga mun, 72 – 32.
Petrúnella Skúladótir skoraði 17 stig fyrir Grindavík og hirti 7 fráköst. Lilja Ósk Sigmarsdóttir skilaði 13 stigum og hirti 7 fráköst. Berglind Anna Magnúsdóttir skoraði 10 stig.