Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Ástrós og Ágúst kepptu á sínu sterkasta móti
Ástrós og Ágúst.
Þriðjudagur 26. maí 2015 kl. 08:47

Ástrós og Ágúst kepptu á sínu sterkasta móti

Kræktu sér í 3. og 9. sæti

Ástrós Brynjarsdóttir varð í 3. sæti og Ágúst Kristinn Eðvarðsson í því 9. á opna þýska meistaramótinu í taekwondo, sem fram fór um helgina. Þetta er eitt stærsta mót sem þau hafa tekið þátt í en það voru 45 keppendur í flokknum hjá Ástrósu og 24 hjá Ágústi. 

Ástrós keppti í stærsta flokki sem hún hefur keppt í í tækni og Ágúst var hársbreidd frá því að komast í lokaumferðina. Þar taka þátt átta bestu keppendurnir. 

Viðreisn
Viðreisn

Kolbrún Guðjónsdóttir keppti einnig á mótinu en hún náði því miður ekki að komast í úrslitaumferðina. 

Ágúst fékk gullverðlaun í hópatækni með Hákoni og Eyþóri úr Ármanni.