Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Ástrós og Kristófer íþróttafólk Keflavíkur 2014
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, Ástrós Brynjarsdóttir taekwondokona, Kristófer Sigurðsson sundmaður og Skúli Skúlason frá Kaupfélagi Suðurnesja sem gaf farandbikara. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 09:56

Ástrós og Kristófer íþróttafólk Keflavíkur 2014

Ástrós Brynjarsdóttir taekwondokona og Kristófer Sigurðsson sundmaður eru íþróttafólk Keflavíkur 2014. Íþróttafólkið var útnefnt í samsæti hjá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem sérstakar viðurkenningar eru veittar fyrir íþróttakarl og íþróttakonu.

Íþrótta-karl og kona hverrar deildar innan Keflavíkur 2014 eru:

Knattspyrnukarl: Haraldur Freyr Guðmundsson
Knattspyrnukona: Anna Rún Jóhannsdóttir

Körfuknattleikskarl: Guðmundur Jónsson
Körfuknattleikskona: Bryndís Guðmundsdóttir

Fimleikakona: Ingunn Eva Júlíusdóttir

Sundkarl: Kristófer Sigurðsson
Sundkona: Íris Ósk Hilmarsdóttir

Skotkarl: Theodór Kjartansson

Taekwondokarl: Svanur Þór Mikaelsson
Taekwondokona: Ástrós Brynjarsdóttir

Blakkarl: Einar Snorrason

VF Krossmói
VF Krossmói